Krakkabankinn opnaður á Barnaspítala Hringsins
01.10.2001

Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, opnaði í morgun Krakkabankann við hátíðlega athöfn á Barnaspítala Hringsins. Búnaðarbankinn gaf Barnaspítala Hringsins nettengda tölvu við þetta tækifæri. Árni Tómasson, bankastjóri, afhenti tölvuna formlega. Tölvan er fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra sem geta farið í Krakkabankann og lært og leikið sér þegar tími vinnst til.

Solla Stirða mætti á opnunina og söng og spjallaði við viðstadda.  Svo fengu þau sem vildu að fara inn í Krakkabankann og heimsækja Latabæ, Leikjaplánetuna og Æskulínuplánetuna.
Gjöfin á án efa eftir að nýtast vel öllum þeim sem þurfa að vera lengi á spítala og vilja geta sent tölvupóst eða farið í tölvuleik til að stytta sér stundir. Því eins og Goggi Mega segir: Tölvuskjánum á er lífið leikur.