|
Foreldrar
Velkomin(n) í Krakkabankann.
Í Krakkabankanum geta börn
fræðst um starfsemi banka, farið í leiki sem tengjast fjármálum og orðið margs vísari. Markmið
Krakkabankans er að hvetja íslensk börn til að nota tölvur og bjóða
þeim upp á vandað efni á íslensku. Ekkert ofbeldisefni ratar inn á vefinn. Krakkabankinn er ætlaður börnum
á aldrinum 3-11 ára. Við mælum með því að foreldrar aðstoði börn sín í fyrstu
heimsóknum þeirra í Krakkabankann.
Krakkabankinn er hluti af þjónustu Æskulínu KB banka,
sem er ætluð 11
ára börnum og yngri. Til þess að gerast félagi í Æskulínunni
þarf að leggja 1000 krónur inn á Æskulínubók í KB banka. Æskulínubókin er 36 mánaða
bundinn reikningur, sem er verðtryggður og gefur góða ávöxtun. Við
inngöngu í Æskulínuna fá yngstu börnin sparibauk, Snæfinn eða Snædísi, en þau
eldri sparibauk með Íþróttaálfinum.
Góða
skemmtun, KB
banki.
|
|