Krakkarnir í Orkuátakinu eru alltaf jafn duglegir að skrá stigin sín í Orkubókina á Netinu. Líkt og á síðustu þremur vikum höfum við tekið saman Topp
10 lista átaksins.
Krakkarnir í Bólstaðarhlíðahreppi á Norðurlandi vestra halda forystu í átakinu
frá síðustu viku. Krakkarnir í Mýrdalshreppi stökkva beint inn í annað sætið á listann yfir hæsta meðaltal, þá kemur Stykkishólmur í þriðja sæti
og krakkarnir í Súðavíkurhreppi koma nýir inn í fjórða sætið.