Komdu með út í geim!
 

Krakkagolf Æskulínunnar og GSÍ
01.06.2004

Í sumar bjóða Æskulínan og GSÍ krökkum í golf. Golfþrautir og æfingar verða fyrir byrjendur sem lengra komna og eru allir krakkar velkomnir. Krakkagolfið hefst alltaf kl. 11:00 og verður á eftirfarandi stöðum í sumar.
 
5. júní Borgarnes (Golfklúbbur Borgarness)
6. júní Selfoss (Golfklúbbur Selfoss)
12. júní Seltjarnarnes (Nesklúbburinn)
13. júní Hafnarfjörður (Golfklúbburinn Keilir)
26. júní Sauðárkrókur (Golfklúbbur Sauðárkróks)
27. júní Akureyri (Golfklúbbur Akureyrar)
21. ágúst Egilsstaðir (Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs)
22. ágúst Vík í Mýrdal (Golfklúbburinn Vík)
28. ágúst Garðabær (Golfklúbburinn Oddur)
29. ágúst Mosfellsbær (Golfklúbburinn Kjölur)
 
Þetta er tilvalið tækifæri til að kynnast skemmtilegri íþrótt. Við hlökkum til að sjá ykkur í krakkagolfinu í sumar!