Spilaðu KB Krakkaleiki hér
 

Banki

Búnaðarbanki Íslands tók til starfa 1. júlí 1930. Frá árinu 2004 hefur bankinn starfað undir nýju nafni, KB banki. Alls rekur bankinn 36 útibú vítt og breitt um landið. Búnaðarbankanum var breytt í hlutafélag árið 1997. Í maí 2003 sameinaðist bankinn Kaupþingi banka. Sameinaður banki er stærsti banki landsins og leiðandi afl á nær öllum sviðum íslensks fjármálamarkaðar.

KB banki er viðskiptabanki sem veitir einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum í öllum greinum íslensks atvinnulífs alhliða fjármálaþjónustu. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina en auk þess leggur bankinn mikla áherslu á aukna sjálfsafgreiðslu til að halda kostnaði í lágmarki.

Nánari upplýsingar á kbbanki.is.