Allir krakkar fæddir árið 2000, sem eiga reikninga hjá KB banka og hefja grunnskólanám í haust, hafa fengið Litlu stóru kortabókina að gjöf frá bankanum.
Litla stóra kortabókin er hugsuð fyrir landkönnuði framtíðarinnar. Bókin hjálpar krökkunum að kynnast heiminum því í henni er fjallað um marga spennandi staði á framandi slóðum.
Viðskiptavinir sem eru 11 ára og yngri eru hvattir til að heimsækja síðuna www.kbkrakkar.is. Þar geta þau lesið um KB Krakkareikning og skráð sig í Netklúbb KB Krakka.