Saga peninga |
Hlutverk Banka |
Sparnaður |
Lán |
Verðbólga |
Vextir |
Greiðslukort |
Verðbréf |
Sparireikningur |
|
|
Hlutverk Banka
Halló, Halló. Stína símalína hér. Ég veit allt sem ég þarf að vita um banka.
Bankar hafa það frábæra hlutverk að geyma peninga og aðra fjármuni. Ég segi
bara: Þeir sem vilja geyma peningana sína á öruggum stað, þar sem Glanni glæpur
getur ekki stolið þeim, ættu að leggja þá inn í banka.
Sá sem geymir peningana sína í bankanum fær borgað fyrir að geyma þá þar. Ég
þekki fólk sem hefur stórgrætt á því að geyma peningana sína í bankanum allan
ársins hring. Bankinn lánar líka fólki peninga. Það eru sumir sem eiga erfitt
með að spara og fá þess vegna lánaða peninga, en þeir þurfa líka að borga fyrir
að nota þá peninga. Það er kallað að borga vexti af láni. Ég þekki þetta allt
saman!
Ég get sagt margt annað um banka. Orðið banki er dregið af ítalska orðinu
“banca”, sem þýðir eiginlega bekkur. Í gamla daga var nefnilega bekkur á
markaðstorginu þar sem peningum var skipt. Þetta er náttúrulega alveg ótrúlega
gamaldags. Ég hefði sko ekki viljað vinna þar. Fyrsti bankinn, sem líkist þeim
sem við þekkjum, var stofnaður í Feneyjum á Ítalíu árið 1587.
Til baka
|