Saga peninga |
Hlutverk Banka |
Sparnaður |
Lán |
Verðbólga |
Vextir |
Greiðslukort |
Verðbréf |
Sparireikningur |
|
|
Verðbréf
Maggi mjói á verðbréf sem afi hans gaf honum. Hann sagði Magga mjóa að
verðbréfin væru eiginlega ávísun á verðmæti. Sumir kaupa verðbréf til að ávaxta
peningana sína.
Það eru til margar tegundir af verðbréfum og þau eru gefin út af fyrirtækjum,
bönkum, verðbréfasjóðum og ríkissjóði. Svo eru líka til hlutabréf sem eru gefin
út af fyrirtækjum. Sá sem kaupir hlutabréf eignast hlut í fyrirtækinu. Ef
fyrirtækið gengur vel hækkar verðgildi hlutabréfanna, en ef reksturinn gengur
illa lækkar verðgildið.
Til baka
|