Saga peninga |
Hlutverk Banka |
Sparnaður |
Lán |
Verðbólga |
Vextir |
Greiðslukort |
Verðbréf |
Sparireikningur |
|
|
Vextir
Ef Goggi mega hefði lagt vasapeningana sína inn á bankabók þá væri hann búinn
að safna sér fyrir megagræjunum sem hann langar svo í. Einu sinni lagði hann
peninga sem hann fékk í afmælisgjöf inn í bankann, en hann var svo óþolinmóður
að hann gat alls ekki beðið eftir því að fá vexti af þeim. Þess vegna tók hann
þá strax út aftur.
Goggi mega tók vaxtarkipp og óx og hann hélt að hann væri kominn með vexti.
En nú veit Goggi mega að vextir eru það sem maður fær borgað fyrir að
geyma peninga í bankanum og líka það sem maður borgar bankanum ef hann lánar
manni peninga. Vextir eru eins og leiga og þeir fara eftir því hvað maður er
lengi með peningana í láni eða hvað maður geymir þá lengi í bankanum.
Til baka
|