|
|
Goggi
Goggi mega er upplýsinga- og tæknifíkill. Hann má ekki missa af neinu og horfir gjarnan á 5-6 sjónvarpsstöðvar í einu, en er á sama tíma á 9 spjallrásum í tölvunni, að skoða frétta- og tæknivefina og á fullu í tveimur tölvuleikjum. Hann er óstjórnlega ör og á erfitt með mannleg samskipti. Goggi er tækja- og nýjungasjúkur, en á í sífelldu basli með tækin sín þar sem þau eru öll í stöðugri notkun og hann má aldrei vera að því að halda þeim við. Goggi býr yfir mikilli þekkingu. Hann er tölvusnillingur og forritari, jafnframt því að vera uppfinningamaður, og getur smíðað hin ýmsu tæki og tól. En hann fer aldrei snemma að sofa á kvöldin og þess vegna notar hann ekki hæfileika sína sem skyldi heldur horfir dofinn á skjáinn og allar upplýsingar fara fyrir ofan garð og neðan. Ef hann kemst frá sjónvörpunum sínum eða rafmagnið fer af og hann getur einbeitt sér að einum hlut í einu, róast hann niður og hæfileikar hans koma í ljós.
|
|
|
 |