Algengar spurningar og svör
Á þessari síðu birtum við helstu spurningar sem við fáum
um Orkuátakið og leitumst við að svara öllu eftir bestu getu. Hafið samband við
Latabæ
með frekari fyrirspurnir.
1. Mega bara krakkar sem eru
fæddir '97, '98 og '99 taka þátt? Nei, allir krakkar geta tekið þátt. Orkubókin var
aðeins send til barna sem eru fædd 1997, 1998 og 1999 en átakið er opið öllum.
(Foreldrar vinsamlegast athugið að ef þið eruð með
bannmerki í Þjóðskrá (þ.e. viljið ekki dreifipóst) hafa börnin ekki fengið bókina
senda).
2. Hvar get ég fengið
Orkubókina? Orkubókin er til sölu í öllum
útibúum Búnaðarbankans, verslunum Hagkaupa og útibúum Íslandspósts á
landsbyggðinni þar sem Búnaðarbankinn er ekki með útibú. Sjá alla útsölustaði
. Bókin kostar aðeins 499 kr.
3. Verð ég að eiga Orkubókina
til að taka þátt í átakinu á krakkabanki.is? Nei, það er ekki
nauðsynlegt en það er skemmtilegra að eiga hana og taka líka þátt með þeim
hætti.
4. Ég á barn á þeim aldri átti að fá bókina senda
en hún hefur ekki borist, hvers vegna? Ástæðan gæti verið sú að þú sért með
svokallað bannmerki í Þjóðskrá, sem þýðir að það má ekki senda dreifipóst til
þín og því miður fellur útsending bókarinnar undir þá skilgreiningu. Það gætu
vitaskuld verið aðrar ástæður en í þeim tilfellum er best að hafa samband við Latabæ
.
5. Hvað geri ég ef barnið mitt
hefur tapað lykilorðinu inn á Orkubókina? Hafðu samband við Latabæ og óskaðu eftir því að fá
lykilorðið sent í tölvupósti.
6. Er ekki hægt að skrá hreyfingu og tómstundir á
krakkabanki.is eins og er í bókinni? Nei, aðeins er hægt að skrá
mataræði á krakkabanki.is.
|