Aleinn um jólin
Veistu hvað sagt er um menn sem oft týna leið að þeir sjái’ á jólunum ljós.
Veistu hvað sagt er um þann sem oft stendur einn að hann á einhvern að
um jólin.
Enginn mig sér sama er mér þótt inni sé hátíð þá úti ég er.
Ég vil vera’ í friði’ um jólin. Því er ég einn ... um jólin.
Ef það er satt að svart verði hvítt og kalt verði hlýtt, um
jólakvöld.
Þá getur það gerst að þú gætir breyst og loks fundið frið um jólin.
Hvað er að mér? Kræfur ég er, Læðist um nætur og hnupla frá
þér.
Ég vil vera’ í friði’ um jólin Því er ég einn ... um jólin.
Á torginu ríkir kyrrð og ró. Ég horfi á ljósin og nýfallin snjó. Þá
heyri ég hljóm sem fyllir upp tóm um jólin.
Þekkir þú boðskapinn þann: "þú elska skalt náungann" allt árið um
kring byrjaðu nú um jólin.
Höfundur
lags : Máni Svavarsson Höfundur texta
Halldór Gunnarsson
|